fös 23. mars 2018 17:30
Magnús Már Einarsson
Coleman ekki reiður út í Taylor eftir tæklinguna
Tæklingin rosalega fyrir ári síðan.
Tæklingin rosalega fyrir ári síðan.
Mynd: Getty Images
Seamus Coleman, bakvörður Everton og írska landsliðsins, segist ekki bera kala til Neil Taylor eftir tæklingu sem fótbraut hann fyrir ári síðan.

Coleman er að fara að spila sinna fyrsta landsleik í heilt ár þegar Írar mæta Tyrkjum í kvöld. Coleman tvífótbrotnaði á hræðilegan hátt eftir ljóta tæklingu frá Taylor í landsleik gegn Wales fyrir ári síðan.

Coleman hefur spilað fimm leiki með Everton undanfarnar vikur og hann segist ekki vera pirraður út í Taylor.

„Ég hef ekki einu sinni hugsað fimm sinnum út í Neil Taylor síðan ég meiddist. Hann átti þátt í tæklingunni og þetta var ekki frábær tækling. Ég var að reyna að ná boltann og hann fór hátt með fótinn," sagði Coleman.

„Svona atvik gerast í erfiðum landsleikjum. Ef ég myndi bera kala til hans þá myndi það ekki hjálpa mér í endurhæfingunni. Hann þarf að halda áfram með líf sitt og ég með mitt. Það hjálpar mér ekkert að vera reiður út í hann."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner