Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   fös 23. mars 2018 15:00
Hafliði Breiðfjörð
Santa Clara
Emil Hallfreðs: Búinn að panta 30 búninga fyrir nokkra í félaginu
Icelandair
Emil á landsliðsæfingu í vikunni.
Emil á landsliðsæfingu í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að þetta sé verðugt verkefni og góður undirbúningur fyrir stóra sumarið sem er í vændum," segir Emil Hallfreðsson miðjumaður Íslands en framundan eru tveir leikir í Bandaríkjunum gegn Mexíkó og Perú. En hugsa menn um eitthvað annað en þetta stóra sumar?

„Ég held að þetta sé efst í kollinum á manni en maður er að einbeita sér að sínu félagsliði og því sem er að gera þar. Sumarið er samt mjög stórt og ofarlega í huga."

Emil leikur með Udinese á Ítalíu en hefur ekki komið við sögu í síðustu fjórum leikjum liðsins og aðeins einu sinni byrjað á árinu.

„Það er mjög fínt að komast aðeins í annað andrúmsloft og ég tala nú ekki um að koma hingað þar sem allt er jákvætt og skemmtilegt. Þetta tímabil er búið að vera erfitt. Ég hef spilað lítið eftir að það kom nýr þjálfari en fótboltinn er bara svoleiðis. Sumir þjálfarar fíla ákveðna leikmenn og aðra ekki," sagði Emil.

„Ég er búinn að vera í þessu það lengi að það kemur mér ekkert á óvart. Það eina sem ég geri er að halda áfram að berjast og reyna að vinna mér sæti í liðinu. Hann verður bara að fara að skilja að hann verður að fara að spila mér. Það skiptir öllu máli að halda sér í góðu standi og góðu formi og vera tilbúinn þegar kallið kemur. Hlutirnir eru svo ótrúlega fljótir að gerast í fótbolta að það skiptir máli að vera með hausinn á réttum stað.".

Á meðan Ísland er á leið á Heimsmeistaramótið í Rússlandi eru Ítalir að fara að sitja heima eftir að hafa mistekist að tryggja sér sæti á mótinu.

„Þeir eru alltaf vælandi yfir því að HM verði ekki jafn skemmtilegt því þeir eru ekki. Ég bendi þeim á að litla Ísland verði með í staðinn og við skulum bæta þetta upp. Þeir eru skiljanlega sárir að vera ekki með á mótinu enda 60 ár síðan þeir voru ekki með. Það er gaman að nudda þessu aðeins í þá."

Ítalir eiga þó einn fulltrúa á mótinu því Errea búningarnir sem Ísland leikur í eru ítalskir. Við spurðum Emil að lokum út í þá.

„Það er mjög gaman, ég er búinn að panta 30 búninga sem ég ætla að gefa nokkrum í félaginu. Ég ákvað fyrir löngu að þeir fengju bláa treyju frá ítölskum framleiðanda. Það er smá sárabót fyrir Ítalina."
Athugasemdir
banner
banner
banner