Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 23. mars 2018 08:00
Elvar Geir Magnússon
Santa Clara
Rúrik: Finnst hægri bakvörðurinn skemmtileg staða
Icelandair
Rúrik Gíslason og Kári Árnason skokka á æfingu í vikunni.
Rúrik Gíslason og Kári Árnason skokka á æfingu í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Mexíkó í vináttulandsleik í Santa Clara í Bandaríkjunum í kvöld. Leikurinn verður klukkan 2 eftir miðnætti að íslenskum tíma.

Fótbolti.net ræddi við Rúrik Gíslason á æfingu í vikunni og byrjaði á að tala um stöðu hans í Þýskalandi, hann færði sig um set í janúarglugganum og fór frá Nurnberg til Sandhausen en bæði lið eru í B-deildinni.

„Ég er kominn með nýjan þjálfara hjá nýju liði og það gengur mun betur. Mér fannst ég kominn á leiðarenda hjá Nurnberg og ákvað að taka smá séns. Hingað til hefur það gengið ágætlega. Sandhausen er lítið félag, fjölskylduklúbbur, og ég er mjög sáttur," segir Rúrik.

Hann hefur fengið lof frá fjölmiðlum fyrir sína frammistöðu en hann hefur að mestu leikið sem hægri bakvörður.

„Við lentum í smá meiðslaveseni með hægri bakvörðinn og þá var ákveðið að testa mig þar. Það gekk ljómandi vel. Síðustu tvo leiki hef ég síðan verið að spila frammi svo það er allur gangur á því hvar maður er að spila."

Gæti Rúrik séð sig sem hægri bakvörð til frambúðar í boltanum?

„Já ég þori alveg að segja það. Mér finnst þetta skemmtileg og spennandi staða. Það er gaman að vera með völlinn fyrir framan sig þegar maður er með boltann, ég hef gaman að þessu," segir Rúrik.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner