banner
   fös 23. mars 2018 21:51
Ívan Guðjón Baldursson
Vináttuleikir: Auðvelt fyrir Argentínu - Messi kom ekki við sögu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það fóru æsispennandi vináttulandsleikir fram í kvöld þar sem skærustu stjörnur knattspyrnuheimsins mættu til leiks.

Argentína og Nígería, sem eru með Íslandi í riðli á HM, unnu gegn erfiðum andstæðingum.

Lionel Messi kom ekki við sögu er Argentína lagði Ítalíu að velli með tveimur mörkum gegn engu. Argentínumenn voru betri og verðskulduðu sigurinn gegn slökum Ítölum.

Ever Banega kom Argentínu yfir þegar stundarfjórðungur var eftir af venjulegum leiktíma og innsiglaði Manuel Lanzini, leikmaður West Ham, sigurinn.

Victor Moses gerði eina markið í sigri Nígeríu gegn sterku liði Pólverja. Moses skoraði úr vítaspyrnu í síðari hálfleik og var það eina skot Nígeríumanna á rammann í leiknum.

Jesse Lingard gerði eina markið er ungt og tilraunakennt lið Englands hafði betur gegn Hollendingum á meðan síðustu tveir heimsmeistarar gerðu jafntefli í Þýskalandi.

Mohamed Salah kom Egyptum yfir gegn Evrópumeisturunum í Portúgal en Cristiano Ronaldo jafnaði og gerði sigurmark í uppbótartíma eftir stoðsendingar frá Ricardo Quaresma.

Kólumbía átti þá magnaða endurkomu og hafði betur gegn sterku liði Frakka, sem komst í tveggja marka forystu á fyrsta hálftímanum.

Argentína 2 - 0 Ítalía
1-0 Ever Banega ('75)
2-0 Manuel Lanzini ('85)

Pólland 0 - 1 Nígería
0-1 Victor Moses ('61, víti)

Holland 0 - 1 England
0-1 Jesse Lingard ('59)

Þýskaland 1 - 1 Spánn
0-1 Rodrigo ('6)
1-1 Thomas Muller ('33)

Portúgal 2 - 1 Egyptaland
0-1 Mohamed Salah ('56)
1-1 Cristiano Ronaldo ('92)
2-1 Cristiano Ronaldo ('95)

Frakkland 2 - 3 Kólumbía
1-0 Olivier Giroud ('11)
2-0 Thomas Lemar ('26)
2-1 Luis Muriel ('28)
2-2 Radamel Falcao ('62)
2-3 Juan Quintero ('85, víti)

Austurríki 3 - 0 Slóvenía
1-0 David Alaba ('15)
2-0 Marko Arnautovic ('36)
3-0 Marko Arnautovic ('51)

Serbía 1 - 2 Marokkó
0-1 M. Ziyech ('29)
1-1 Dusan Tadic ('37)
1-2 K. Boutaib ('40)w

Skotland 0 - 1 Kosta Ríka
0-1 M. Urena ('14)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner