Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 23. mars 2018 21:06
Ívan Guðjón Baldursson
Vináttuleikir: Kamara með þrennu fyrir Noreg
Ola Kamara, leikmaður LA Galaxy, var maður leiksins gegn Ástralíu.
Ola Kamara, leikmaður LA Galaxy, var maður leiksins gegn Ástralíu.
Mynd: Getty Images
Ola Kamara setti þrennu í 4-1 sigri Norðmanna gegn Ástralíu í vináttulandsleik í kvöld.

Mehmet Topal gerði eina mark Tyrkja í auðveldum sigri gegn Írlandi á meðan Blerim Dzemaili skoraði eina mark Sviss á móti Grikkjum.

Túnis hafði betur gegn Íran og Sádí-Arabía náði jafntefli gegn Úkraínu. Túnis, Íran og Sádí-Arabía fara öll til Rússlands.

Kasakstan hafði betur gegn Ungverjalandi, sem var með Íslendingum í riðli á HM. Kasakar skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik.

Noregur 4 - 1 Ástralía
0-1 J. Irvine ('19)
1-1 O. Kamara ('36)
2-1 T. Reginiussen ('48)
3-1 O. Kamara ('57)
4-1 O. Kamara ('91)

Tyrkland 1 - 0 Írland
1-0 M. Topal ('52)

Grikkland 0 - 1 Sviss
0-1 B. Dzemaili ('59)

Túnis 1 - 0 Íran
1-0 M. Mohammadi ('71, sjálfsmark)

Búlgaría 0 - 1 Bosnía
0-1 K. Kodro ('20)
Rautt spjald: M. Raynov ('87, Búlgaría)

Ungverjaland 2 - 3 Kasakstan
0-1 R. Murtazayev ('6)
0-2 B. Zainutdinov ('10)
1-2 A. Szalai ('21)
1-3 Y. Seidakhmet ('39)
2-3 K. Nemeth ('68)

Úkraína 1 - 1 Sádí-Arabía
1-0 A. Kravets ('32)
1-1 S. Al Mowalad ('38)
Athugasemdir
banner
banner
banner