Boltaskóli Freys verður með knattspyrnunámskeið á Laugarvatni í sumar þriðja árið í röð.
Um er að ræða fimm daga námskeið 19.júli til 23.júlí en í fyrra komust færri að en vildu.
Topp aðstaða er á staðnum, góður grasvöllur og góð gisting, stutt í sund og aðra afþreyingu.
Námskeiðið er fyrir drengi fædda 2000-2002 þ.e.a.s. í 4.fl.yngri og 5.flokki.
Á þessum tíma eru engir leikir á vegum KSÍ vegna sumarfrís.
Upplýsingar um námskeiðið:
Námskeiðið er eingöngu fyrir drengi
Aðeins eitt námskeið er í boði:
Drengir fæddir 2000-2002
Föstudag 19. júlí til þriðjudags 23. júlí, 5 dagar, 4 nætur
kr. 59.900,-
- Gist er í rúmum í fjögurra manna herbergjum
- 2-3 æfingar eru á dag
- Fimm máltíðir á dag
- Sjúkraþjálfari á staðnum
- Kvöldskemmtanir
- Leynigestur
- Leikmenn úr Pepsi deildinni koma í heimsókn
- Sund og pottar
- Fyrirlestrar, og margt fleira
- Allir fá búning
Markmiðið er að allir bæti sig sem mest.
Takmarkaður fjöldi er á námskeiðið.
Fyrstir fá sem fljótir eru að skrá.
Þjálfarinn:
Freyr Sverrisson hefur 32 ára reynslu í yngriflokka þjálfun auk þess sem hann hefur unnið með yngri landsliðum Íslands í knattspyrnu síðastliðin 12 ár sér um þjálfunina ásamt úrvalsliði þjálfara.
Skráning fer fram á netfanginu boltaskó[email protected] skráið nafn og kennitölu fyrir 20. maí.
Allar upplýsingar um námskeiðið eru á heimasíðu skólans
Allar nánari upplýsingar í síma 897 8384
Athugasemdir