Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 23. apríl 2014 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Diego Simeone: Chelsea er í bílstjórasætinu
Mynd: Getty Images
Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid á Spáni, segir að Chelsea sé í bílstjórasætinu eftir markalausa jafnteflið á Vicente Calderon í gær.

Atletico tókst ekki brjóta niður vörn Chelsea í gær í fyrri undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu en Diego Costa þótti slakasti maður liðsins í gær, sem gerist þó ekki oft.

Gary Cahill og John Terry voru afar öflugir aftast hjá Chelsea og áttu Madrídingar í vandræðum með að opna vörnina en Simeone segir Mourinho og félaga í bílstjórasætinu eftir fyrri leikinn.

,,Þetta var erfiður leikur þar sem hvorugt liðið náði að taka forskotið. Við gátum ekki skorað markið til þess að vinna leikinn. Það var mikil spenna í honum þar sem bæði lið eru að sjálfsögðu að berjast fyrir því að komast í úrslitaleikinn," sagði Simeone.

;,Chelsea er í bílstjórasætinu eftir þennan leik en það lið sem auðvitað vinnur næsta leik fer í úrslit," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner