Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 23. apríl 2014 14:09
Elvar Geir Magnússon
Fram gæti spilað á gervigrasvellinum í Laugardal
KSÍ verður með tilslakanir og undanþágur
Framarar spila líklega fyrstu heimaleiki sumarsins á gervigrasinu í Laugardal.
Framarar spila líklega fyrstu heimaleiki sumarsins á gervigrasinu í Laugardal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ og Samtök íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi boðuðu til fréttamannafundar í dag þar sem ástand fótboltavalla er rætt.

„Ástandið á völlunum almennt er mjög misjafnt en það er hvað verst á höfuðborgarsvæðinu," segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ.

„Menn eru með ýmsar getgátur um hvernig við getum hafið Íslandsmótið. Það eru engar ætlanir um að fresta 1. umferðinni, hún stendur og ég get nánast fullyrt að það breytist ekki. Svigrúmið er ekki mikið."

„Það gæti verið að á einhverjum völlum verði ekki hægt að leika í byrjun móts. Þá verða einhverjar hliðranir, tilslakanir og undanþágur á reglum. Við höfum ekki útilokað það formlega að leikið verði á Laugardalsvelli í 1. umferð en það er ekki líklegt að leikið verði á þeim velli."

„Fram hefur þann kost að spila í Egilshöll en félagið hefur óskað eftir því að leika fyrstu heimaleiki sína á gervigrasvellinum í Laugardal ef ekki verður hægt að spila á Laugardalsvelli," segir Þórir.

Hann segir að jákvætt verði tekið í beiðnir liða um að spila á öðrum völlum vegna ástandsins á grasvöllum og þegar séu félög farin að senda inn óskir. 1. umferðin í Pepsi-deildinni mun fara fram á tilsettum tíma en einhverjir leikir verða líklega færðir á gervigras.
Athugasemdir
banner
banner
banner