Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. apríl 2014 11:04
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
Fyrirliði Stjörnunnar missir líklega af byrjun móts
Michael Præst í leiknum gegn FH.
Michael Præst í leiknum gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski miðjumaðurinn Michael Præst verður líklega ekki með Stjörnunni í fyrstu leikjum Pepsi-deildarinnar. Þetta segir þjálfarinn Rúnar Páll Sigmundsson í viðtali við 433.is.

Præst meiddist á kálfa þegar Stjarnan tapaði fyrir FH í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins.

Rúnar segist vona að Præst jafni sig fyrir fyrsta leik Stjörnunnar í Pepsi-deildinni sem er gegn Fylki 4. maí en segist þó ekki bjartsýnn.

Præst var gerður að fyrirliða Stjörnunnar í vetur en hann var frábær með liðinu í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner