Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 23. apríl 2014 23:10
Elvar Geir Magnússon
Man Utd ætlar að reyna að fá Cavani og Fabregas
Manchester United er sagt tilbúið að borga 60 milljónir punda fyrir úrúgvæska sóknarmanninn Cavani hjá PSG.
Manchester United er sagt tilbúið að borga 60 milljónir punda fyrir úrúgvæska sóknarmanninn Cavani hjá PSG.
Mynd: Getty Images
Mun United aftur reyna við Fabregas?
Mun United aftur reyna við Fabregas?
Mynd: Getty Images
Eigendur og æðstu stjórnarmenn Manchester United munu funda á morgun um það hver sé rétti maðurinn til að taka við knattspyrnustjórn félagsins af David Moyes. Nafn Louis van Gaal hefur mest verið í umræðunni.

Guardian greinir frá því að United sé einnig að kanna hvort Paris Saint-Germain sé tilbúið að selja Edinson Cavani og ætli að gera nýja tilraun til að fá miðjumanninn Cesc Fabregas frá Barcelona.

Eins og við greindum frá í dag virðist bakvörðurinn Luke Shaw hjá Southampton vera að færast nær United.

United gerði misheppnaðar tilraunir til að fá Fabregas en forráðamenn félagsins telja mögulegt að krækja í hann í sumar. Robin van Persie er náinn vinur Fabregas og vinnur sem milliliður í þessu máli samkvæmt Guardian.

Sama hvað gerist er allavega ljóst að eigendur Manchester United eru tilbúnir að láta nýjan knattspyrnustjóra fá væna upphæð til að styrkja liðið. Það hjálpar United þó ekki að liðið verður ekki þátttakandi í Meistaradeildinni næsta tímabil.

Óskalistinn er þó metnaðarfullur og hafa nöfn Marco Reus og Ilkay Gundogan hjá Borussia Dortmund, Toni Kroos hjá Bayern München og William Carvalho hjá Sporting Lissabon verið nefnd. Forgangsatriði ku vera að styrkja miðjuna og finna menn í stað Nemanja Vidic og Rio Ferdinand í vörninni.
Athugasemdir
banner