Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 23. apríl 2014 16:14
Elvar Geir Magnússon
Mandzukic verður áfram í München
Mandzukic í leik með króatíska landsliðinu.
Mandzukic í leik með króatíska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karl-Heinz Rummenigge segir að Króatinn Mario Mandzukic sé ekki á förum frá FC Bayern München þrátt fyrir að Robert Lewandowski komi í sumar frá Dortmund.

Mandzukic hefur verið duglegur við markaskorun á tímabilinu en hann er með 17 mörk í deildinni, marki minna en Lewandowski.

Mandzukic hefur verið orðaður við Juventus, Arsenal og fleiri lið en er samningsbundinn Bæjurum til 2016.

Rummenigge segist hafa rætt persónulega við Mandzukic og að hann sé ekki á förum.

„Mario er mikilvægur leikmaður. Við fögnum því að fá Lewandowski en á sama tíma ánægðir með að Mandzukic verður áfram," segir Rummenigge.
Athugasemdir
banner
banner
banner