Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 23. apríl 2014 17:15
Daníel Freyr Jónsson
Ramires í banni gegn Liverpool - Mourinho ákærður
Ramires í leiknum gegn Sunderland.
Ramires í leiknum gegn Sunderland.
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur ákært Ramires fyrir ofbeldisfulla framkomu í leik Chelsea gegn Sunderland um helgina.

Ramires sló þá Sebastian Larsson í andlitið, en atvikið fór framhjá dómurum leiksins.

Aganefnd knattspyrnusambandsins tók málið fyrir og var niðurstaðan sú að Ramires hefði átt skilið brottvikningu fyrir atvikið. Á hann yfir höfði sér fjögurra leikja bann og missir hann því af stórleiknum gegn Liverpool um helgina. Ramires hefur til morguns til að svara ákærunni.

Þá eru þeir Jose Mourinho, stjóri Chelsea og Rui Faria aðstoðarmaður hans, einnig ákærðir fyrir ummæli sín í kringum leikinn.

Faria jós fúkyrðum yfir Mike Dean, dómara leiksins, undir lok leiksins á meðan Mourinho mætti í viðtal eftir leik og talaði þar af mikilli kaldhæðni um Riley. Báðir hafa þeir frest til 28. apríl til að svara ákærunum og fá þeir því að standa á hliðarlínunni á Anfield um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner