Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 23. apríl 2014 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Roy Keane: Leikmenn Man Utd ættu að skammast sín
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United og sparkspekingur á sjónvarpsstöðinni ITV, segir það leikmönnum að kenna hvernig fór fyrir David Moyes hjá félaginu en hann segir að leikmennirnir eigi að skammast sín.

David Moyes var látinn taka poka sinn hjá Manchester United í gær, einungis tíu mánuðum eftir að hann tók við liðinu en hann tók við af Sir Alex Ferguson sem hætti með liðið eftir síðustu leiktíð.

Liðið er úr öllum keppnum á leiktíðinni og situr það í sjöunda sæti deildarinnar en það er útlit fyrir að liðið missi af Evrópusæti á næsta tímabili.

Keane er allt annað en sáttur með leikmenn liðsins þó og segir að margir þeirra hafi valdið vonbrigðum

,,Þetta byrjaði svo sannarlega erfiðlega hjá honum síðasta sumar er hann tók við liðinu. Ed Woodward, framkvæmdastjóri félagsins, náði ekki að klára þau kaup sem Moyes vildi og það var mikil neikvæðni útaf byrjuninni hjá honum," sagði Keane.

,,Þetta er synd. Hann átti að fá meiri tíma. Sumir leikmenn liðsins ættu að skammast sín fyrir frammistöðu þeirra, þeir brugðust honum svo sannarlega. Auðvitað er það vonbrigði fyrir Moyes að vera í sjöunda sæti deildarinnar og hann ætti að taka ábyrgð á því en fólkið í kringum mann verður að hjálpa manni á hvaða hátt sem er."

,,Ég held að hann hafi ekki fengið þann stuðning, þá sérstaklega frá leikmönnum. Mín skoðun er sú að hann hafi átt að fá meiri tíma,"
sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner