Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 23. apríl 2014 18:05
Elvar Geir Magnússon
Spila Víkingar fyrsta heimaleikinn sinn í Kórnum?
Frá Kórnum í Kópavogi.
Frá Kórnum í Kópavogi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar hafa kannað hvort mögulegt sé að færa fyrsta heimaleik liðsins í Pepsi-deildinni í Egilshöll eða Kórinn ef Víkingsvöllur verður ekki leikfær.

„Ég er enginn sérfræðingur í þessum málum. Við vonum að okkar völlur verði klár en ég tel það ólíklegt," segir Heimir Gunnlaugsson, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings.

„Við sendum fyrirspurn í gær um það hvort mögulegt verði að spila í Egilshöll eða Kórnum ef völlurinn verður óleikfær. Kórinn er samt óneitanlega skemmtilegri kostur."

Egilshöllin er varavöllur fyrir Reykjavík en eins og við greindum frá í dag þá sendu Framarar ósk um að spila á gervigrasvelli Þróttar í Laugardal og líklegt að þeir spili fyrstu heimaleiki sína þar.

„Mótanefndin hefur heimild til að veita vallarleyfi tímabundið á tilteknum völlum þó þeir uppfylli ekki öll skilyrði. Það verður tekið við óskum frá félögunum og vonandi tekið jákvætt í þær," sagði Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, við Fótbolta.net í dag.

Víkingur mætir einmitt Fram í fyrsta heimaleik sínum, í 2. umferð deildarinnar þann 8. maí.
Athugasemdir
banner
banner
banner