Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   fim 23. apríl 2015 19:56
Elvar Geir Magnússon
Lengjubikarinn
Oliver Sigurjóns: Smá Berbatov eða Eiður Smári
Oliver átti flottan leik í dag.
Oliver átti flottan leik í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Sigurjónsson lagði upp sigurmark úrslitaleiks Lengjubikarsins á fallegan hátt þegar hann átti utanfótarsendingu á Ellert Hreinsson í 1-0 sigri Breiðabliks.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 KA

„Við erum rosalega gíraðir fyrir tímabilið og erum tilbúnir að takast á við það. Við erum mjög ánægðir með að hafa tekið þessa medalíu í dag," sagði miðjumaðurinn ungi eftir leikinn.

„Við erum í flottu formi og frábær liðsheild einkennir liðið. Það er ógeðslega gaman að koma á æfingar. Við hefðum getað skorað svona fjögur mörk í fyrri hálfleik. Stundum er þetta svona en við þurfum bara að halda áfram."

„Það var smá Berbatov eða Eiður Smári í þessu," sagði Oliver um stoðsendingu sína.

Maður leiksins var Kristinn Jónsson sem var frábær í bakverðinum.

„Hann er í flottu formi og líkar mjög að krossa honum. Hann er að búa til flott færi og við þurfum að halda áfram að vinna í kringum það. Við erum mjög góðir að færa hann frá hægri yfir til vinstri og opna á hann. Hann hefur staðið sig gríðarlega vel og það er glæsilegur styrkur að hafa hann í sumar."

Oliver átti góðan leik í dag og er með það markmið að festa sig í sessi í byrjunarliði Blika.

„Ef maður er sterkur og kann að bíta aðeins frá sér og er að spila vel þá er maður í liðinu. Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu og nú er að byggja ofan á það. Ég ætla mér að vera í byrjunarliðinu í sumar," sagði Oliver en viðtalið má sjá í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner