Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 23. apríl 2017 17:58
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Allardyce: Ég get andað léttar
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce, stjóri Crystal Palace var ánægður með sigur sinna manna gegn Liverpool í dag en leikið var á Anfield.

„Ég held að lykillinn að sigrinum hafi verið taktískur. Þeir hafa fengið sex mörk á sig úr hornspyrnum en þeir notast við svæðisvörn og dekka ekki menn. Ef þú nærð hreyfingu á mönnum, þá áttu möguleika," sagði Allardyce.

Crystal Palace var töluvert minna með boltann í leiknum og náði að skjóta þrisvar á markið. Tvö af þeim fóru inn í netið.

„Þetta sýnir karakterinn og gæðin í liðinu. Ef þú spyrð Wayne Hennessey um hversu uptekinn hann var í leiknum, þá fattaru hversu góður við vorum í leiknum. Ef þú talar um að halda bolta, var Liverpool mikið betri, en ef við skoðum skotin á markið, þá vorum við ekkert verri en Liverpool og við kláruðum færin."

Eftir að hafa verið í fallsæti í febrúar, er Crystal Palace núna komið í 12. sæti deildarinnar

„Ég get andað léttar. 38 stig hefur verið mjög gott síðustu 10 ár. Við eigum fimm leiki eftir, svo þessi var mjög mikilvægur. Við eigum Tottenham á miðvikudag og Burnley eftir það. Þetta tekur pressuna af okkur. Ég er áhyggjufullur um að strákarnir nái ekki að jafna sig í tæka tíð. Ég gæti þurft að gera talsverðar breytingar svo við getum unnið Tottenham."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner