Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 23. apríl 2017 10:00
Dagur Lárusson
Bilic: Við áttum skilið að vinna
Slaven Bilic, stjóri West Ham.
Slaven Bilic, stjóri West Ham.
Mynd: Getty Images
Slaven Bilic, stjóri West Ham, var ósáttur eftir jafntefli liðsins gegn Everton í gær. West Ham var yfirhöfuð betri aðilinn í leiknum en náðu ekki að skapa sér nægilega góð færi til að vinna leikinn.

„Við áttum skilið að vinna þennan leik”, sagði Bilic eftir leikinn.

„Í hreinskilni sagt þá hefði ég ekki getað beðið um meira frá mínum leikmönnum í dag. Þeir lögðu sig alla fram og ég sagði þeim það í búningsklefanum”.

„Við gætum talað um það að við vorum ekki nægilega góðir fyrir framan mark andstæðingana, en baráttan og eldmóðurinn var svo sannarlega til staðar í dag og varnarleikurinn var frábær”.

Eftir leik liðanna í dag situr West Ham í 13.sæti með 38 stig á meðan Everton er með tuttugu stigum meira í 6.sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner