Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 23. apríl 2017 13:05
Kristófer Kristjánsson
Byrjunarlið Arsenal og Man City: Óbreytt lið í undanúrslitum
Olivier Giroud byrjar upp á topp á Wembley
Olivier Giroud byrjar upp á topp á Wembley
Mynd: Getty Images
Arsenal og Manchester City mætast í dag á Wembley í seinni undanúrslitaleik enska bikarsins í dag.

Í gær tryggði Chelsea sig í úrslitaleikinn með 4-2 sigri á Tottenham og er nú komið að Arsene Wenger og Pep Guardiola að takast á um seinna sætið á Wembley þann 27. maí næstkomandi.

Arsenal stefnir á að komast í sinn tuttugasta úrslitaleik í keppninni en Man City hefur ekki tapað undanúrslitaleik í þessari keppni í 85 ár.

Pep Guardiola hefur einu sinni áður farið með lið sitt á Wembley sem þjálfari en það var með Barcelona árið 2011 í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Þar vann Guardiola góðan 3-1 sigur á Manchester United.

Bæði lið tefla fram óbreyttum byrjunarliðum frá síðustu deildarleikjum en Arsenal vann Middlesbrough, 1-2, og City lagði Southampton að velli, 0-3.

Byrjunarlið Arsenal: Cech, Gabriel, Koscielny, Holding, Oxlade-Chamberlain, Ramsey, Xhaka, Monreal, Özil, Sanchez, Giroud

Byrjunarlið Man City: Bravo, Navas, Kompany, Otamendi, Clichy, Fernandinho, Toure, De Bruyne, Silva, Sane, Aguero
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner