Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 23. apríl 2017 14:35
Kristófer Kristjánsson
Byrjunarlið Liverpool og Crystal Palace: Óbreytt lið hjá Klopp
Roberto Firmino skoraði eina mark Liverpool gegn West Brom í síðasta leik
Roberto Firmino skoraði eina mark Liverpool gegn West Brom í síðasta leik
Mynd: Getty Images
Liverpool tekur á móti Crystal Palace á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í síðdegisleik dagsins.

Jordan Henderson og Adam Lallana eru fjarri góðu gamni hjá Jurgen Klopp vegna meiðsla en Mamadou Sakho spilar ekki með Crystal Palace þar sem hann er lánsmaður frá Liverpool.

Jurgen Klopp gerir engar breytingar á liðinu sem vann West Brom í síðasta leik þökk sé marki Roberto Firmino.

Sam Allardyce teflir fram James Tomkins í stað Mamadou Sakho.

Byrjunarlið Liverpool: Mignolet, Clyne, Lovren, Matip, Milner, Lucas, Can, Wijnaldum, Coutinho, Firmino, Origi

Byrjunarlið Crystal Palace: Hennessey, Ward, Tomkins, Kelly, Schlupp, Milivojevic, Cabaye, Puncheon, Zaha, Townsend, Benteke
Athugasemdir
banner
banner
banner