Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 23. apríl 2017 21:19
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Einkunnir El Clasico: Messi fær tíu í einkunn
Messi var frábær í leiknum.
Messi var frábær í leiknum.
Mynd: Getty Images
El Clasico erkifjendanna Real Madrid og Barcelona reyndist vera frábær skemmtun.

Casemiro kom Real Madrid yfir en Messi jafnaði skömmu síðar. Rakitic kom svo Barcelona yfir í síðari hálfleik en skömmu síðar fékk Ramos beint rautt spjald eftir tveggja fóta tæklingu.

Þrátt fyrir liðsmuninn náði Real Madrid að jafna en það gerði James Rodriguez. Messi fullkomnaði hins vegar frábæran leik sinn með marki í síðustu snertingu leiksins.

Sigurmark Messi var hans 500. mark fyrir Barcelona á ferlinum. Ótrúlegur ferill hjá þessum manni.

Samkvæmt Mirror spilaði Messi hinn fullkomna leik, því hann fær tíu í einkunn! Aðrir góðir hjá Barcelona voru Ter Stegen, Roberto og Rakitic en þeir fá allir átta í einkunn.

Hjá Real Madrid fá Navas og James hæstu einkunn, einnig átta.

Einkunnir Real Madrid: Navas - 8, Carvajal - 6, Nacho - 6, Ramos - 5, Marcelo - 7, Casemiro - 7, Kroos - 6, Modric - 5, Bale - 4, Benzema - 6, Ronaldo -5
(Varamenn: Asensio - 7, James - 8, Kovacic - 6)

Einkunnir Barcelona: Ter Stegen - 8, Roberto - 8, Umtiti - 6, Pique - 7, Alb - 7, Busquets - 6, Iniesta - 7, Rakitic - 8, Messi - 10, Suarez - 4, Alcacer - 5
(Varamenn: Gomes - 5)
Athugasemdir
banner
banner
banner