Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 23. apríl 2017 16:36
Kristófer Kristjánsson
Enski bikarinn: Arsenal í úrslit eftir sigur í framlengingu
Alexis Sanchez fagnar hér sigurmarki sínu
Alexis Sanchez fagnar hér sigurmarki sínu
Mynd: Getty Images
Arsenal 2 - 1 Manchester City
0-1 Sergio Aguero ('62 )
1-1 Nacho Monreal ('72 )
2-1 Alexis Sanchez ('111 )

Arsenal var rétt í þessu að tryggja sér sæti í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar með því að leggja Man City að velli, 2-1 á Wembley.

Það var boðið upp á hörku leik á Wembley enda mikið í húfi en fyrsta markið lét aðeins bíða eftir sér. Það kom eftir rúman klukkutíma leik þökk sé frábærri skyndisókn Man City sem hófst eftir hornspyrnu Arsenal. Yaya Toure spilaði Sergio Aguero í gegn frá miðlínunni og Argentínumaðurinn gerði engin mistök gegn Cech og kom City í forystu.

Arsenal tókst þó að jafna aðeins 10 mínútum síðar. Alex Oxlade-Chamberlain átti eitraða fyrirgjöf sem Nacho Monreal mætti á fjærstönginni og skoraði með föstu skoti undir Claudio Bravo í markinu.

Yaya Toure átti svo skot í stöngina áður en Fernandinho skallaði í slánna en fleiri urðu mörkin ekki í venjulegum leiktíma og þurfti því að grípa til framlengingar.

Þar var það enginn annar en stórleikjamaðurinn sjálfur, Alexis Sanchez, sem skoraði eina mark framlengingarinnar eftir darraðdans inn í vítateig. Sílemaðurinn er nú markahæsti leikmaður Arsenal á Wembley í sögunni með fjögur mörk.

Man City tókst ekki að jafna metin og það verður því Lundúnaslagur í úrslitunum þann 27. maí milli Chelsea og Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner