Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 23. apríl 2017 09:30
Dagur Lárusson
Guardiola: Lið munu fylgjast með Sanchez
Pep Guardiola er mjög hrifinn af Sanchez.
Pep Guardiola er mjög hrifinn af Sanchez.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, sagði á blaðamannfundi fyrir leik liðsins gegn Arsenal um helgina, að mikið af liðum munu fylgjast með Alexis Sanchez og samningsmálum hjá honum og Arsenal í sumar.

„Á sumrin vilja öll stóru liðin styrkja sig, öll liðin vilja finna sterkari og betri leikmenn", sagði Pep.

„Fólk horfir til leikmann út um allan heim og Alexis er einn af þeim. Arsenal veit allt um það".

Alexis Sanchez spilaði, eins og flestir vita, undir stjórn Pep hjá Barcelona í nokkur ár og var Pep virkilega hrifinn af honum sem leikmanni.

„Allir sem koma og spila fyrir Barcelona átta sig á því að þeir eru fyrir neðan Messi og geta ekki keppt við hann".

„En Alexis var aðeins einum klassa fyrir neðan Messi, stórkostlegur leikmaður. Ég er svo ánægður með það hversu vel hann er að spila hér, að skora fullt af mörkum og leggja þau upp".
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner