Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 23. apríl 2017 18:14
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Klopp: Við vorum ekki upp á okkar besta
Liverpool tapaði gegn Crystal Palace í dag
Liverpool tapaði gegn Crystal Palace í dag
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp var óánægður með tap sinna manna gegn Crystal Palace í dag.

„Ég varð að segja nokkur orð við strákana. Ég veit hvað allir eru að segja, að við verðum að vinna þetta, gera þetta og gera hitt. Crystal Palace eru með gott lið en við vorum mikið betri í þessum leik. Við áttum mjög góða kafla í leiknum. Það er erfitt að búa alltaf til færi," sagði Klopp.

„Það var tap í dag og við vorum ekki upp á okkar besta. Við reyndum allt - breyta um taktík - en það virkaði ekki því við vorum stressaðir. Það er nokkrir leikir eftir og við verðum tilbúnir."

Gengi Crystal Palace hefur verið frábært síðustu mánuði en liðið var í fallsæti í febrúar en er nú í 12. sæti.

„Ég hef ekki hugmynd hvernig Palace er í þessari stöðu sem þeir eru í núna. Við vissum að þetta yrði erfitt. Við vorum betri í leiknum, og þú getur ekki búið til 20 færi í leik eins og þessum. Þú verður að vinna og það gerðum við. Við skoruðum frábært mark en þeir skoruðu upp úr engu."

Mikil barátta er framundan um Meistaradeildarsætin á milli Liverpool og Manchester liðanna.

„Þetta er pirrandi og leiðinlegt að sjálfsögðu. Allir halda að Meistaradeildin sé runnin úr fingrum okkar en við höfum mánuð til að vera jákvæðir. Við verðum að reyna allt, til þess að kreista allt saman úr þessu tímabili."
Athugasemdir
banner
banner