sun 23. apríl 2017 22:18
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Ramos sendi Pique skilaboð eftir rauða spjaldið
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos fékk beint rautt spjald í El Clasico í kvöld eftir ljóta tveggja fóta tæklingu á Lionel Messi.

Eftir tæklinguna reyndu leikmenn Real Madrid að fá Alejandro Hernandez til að taka spjaldið til baka. En Ramos vissi að spilið var tapað og lét Marcelo því fá fyrirliðabandið og byrjaði að ganga af velli.

Fyrir leik liðanna hafði Gerard Pique kvartað undan því að dómarar í spænsku úrvalsdeildinni slepptu því að dæma inn í teig á Real Madrid og væru hliðhollir liðinu.

Þegar Ramos gekk af velli byrjaði Ramos að tala við Pique og benti á vítateiginn og sagði: „Talaðu núna. Talaðu núna."

Leikmennirnir eru liðsfélagar í spænska landsliðinu en ljóst er að það skiptir ekki nokkru máli þegar þessi lið mætast.
Athugasemdir
banner
banner
banner