Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 23. apríl 2017 13:58
Elvar Geir Magnússon
Rándýrt mark hjá Martial - Kostar Man Utd 8,5 milljónir punda
United er í góðum málum gegn Burnley.
United er í góðum málum gegn Burnley.
Mynd: Getty Images
Manchester United er 2-0 yfir gegn Burnley á útivelli í ensku úrvalsdeildinni en það er að detta í hálfleik. Fyrra markið skoraði franski landsliðsmaðurinn Anthony Martial eftir vel útfærða skyndisókn á 21. mínútu.

Markið kostar Manchester United 8,5 milljónir punda vegna klásúlu í samningi við Mónakó þegar Martial var keyptur.

Þetta var 25. mark Martial fyrir United og þarf liðið að greiða umrædda upphæð til franska félagsins. Leikmaðurinn kostaði 42,5 milljónir punda þegar hann var keyptur sumarið 2015.

Martial hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu og fór Jose Mourinho, stjóri United, ekki leynt með það í viðtali á dögunum að hann vill sjá meira frá leikmanninum.

Martial verður væntanlega í stóru hlutverki á lokaspretti tímabilsins vegna meiðsla Zlatan Ibrahimovic.

Það var Wayne Rooney sem skoraði hitt mark United sem komið er í leiknum. Fylgst er með gangi mála í úrslitaþjónustu á forsíðu.
Athugasemdir
banner
banner