Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 23. apríl 2017 17:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Redknapp öruggur þrátt fyrir tap í fyrsta leik
Fyrsti leikur Redknapp fór ekki eins og hann ætlaði sér
Fyrsti leikur Redknapp fór ekki eins og hann ætlaði sér
Mynd: Getty Images
Harry Redknapp stýrði Birmingham í fyrsta sinn í dag gegn Aston Villa og mátti þola 1-0 tap. Hann er þó öruggur um að liðið nái að halda sæti sínu í Championship deildinni.

Gianfranco Zola sagði upp störfum í síðustu viku eftir arfaslakt gengi og tók Redknapp við. Markmið hans er að halda liðinu í deildinni, geri hann það ekki, fær hann ekki launin sín greidd. Því er mikið undir fyrir bæði Redknapp og Birmingham.

Birmingham hefur nú aðeins unnið tvo leiki af síðustu 24 leikjum og er liðið tveimur stigum frá fallsæti.

„Ég tek mikið út úr þessum leik. Viðhorf leikmannanna hefur verið frábært alla vikuna. Allt sem við báðum þá um á æfingu, gerðu þeir í dag. Þeir unnu hart af sér í dag og ég get ekki beðið um meira frá þeim. Þeir gáfu allt í leikinn," sagði Redknapp.

Birkir Bjarnason var ekki í leikmannahópi Aston Villa vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner