Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 23. apríl 2017 20:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Skotland: Celtic með sinn 150. sigur á Rangers
Rodgers er að eiga frábært fyrsta tímabil með Celtic
Rodgers er að eiga frábært fyrsta tímabil með Celtic
Mynd: Getty Images
Celtic 2 - 0 Rangers
1-0 Callum McGregor ('11)
2-0 Scott Sinclair úr víti ('51)

Skosku erkifjendurnir úr Glasgow, Celtic og Rangers mættust í undanúrslitum skoska bikarsins í dag.

Þetta var í 407. skipti sem liðin mættust en Celtic er nú þegar búið að tryggja sér skoska meistaratitilinn og skoska deildabikarinn.

Meistararnir byrjuðu betur og kom Callum McGregor þeim yfir á 11. mínútu. Það var svo Scott Sinclair sem innsiglaði 2-0 sigur Celtic með marki úr vítaspyrnu.

Þetta var 150. sigur Celtic á Rangers en Rangers hefur unnið 159 leiki.

Celtic er því komið í úrslit skoska bikarsins og þar mæta þeir Aberdeen og getur því fullkomnað skosku titilþrennuna.
Athugasemdir
banner
banner
banner