Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 23. apríl 2017 20:46
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Spánn: Messi tryggði Barcelona sigur í síðustu spyrnunni
Messi skoraði tvö mörk í ótrúlegum leik
Messi skoraði tvö mörk í ótrúlegum leik
Mynd: Getty Images
Barcelona sigraði Real Madrid í ótrúlegum El Clasico leik í kvöld.

Casemiro kom heimamönnum í Real Madrid yfir á 28. mínútu en argentíski snillingurinn Lionel Messi var ekki lengi að jafna leikinn. Messi átti eftir að koma meira við sögu í leiknum.

Ivan Rakitic kom Barcelona yfir með frábæru skoti og skömmu síðar fékk fyrirliði Real Madrid, Sergio Ramos beint rautt spjald fyrir glórulausa tveggja fóta tæklingu á Messi.

Þrátt fyrir liðsmuninn náði Real Madrid að jafna leikinn en það gerði James Rodriguez stuttu eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Aðeins tveimur mínútum var bætt við venjulegan leiktíma og náði Barcelona að nýta sér liðsmuninn og skoraði Messi í síðustu spyrnu leiksins. Þetta var 500. mark Messi fyrir Barcelona.

Ótrúlegur 3-2 sigur hjá Barcelona sem komst á toppinn í deildinni. Liðin eru jöfn á stigum en Barcelona er með betri innbyrðisviðurreignir. Real Madrid á hins vegar leik til góða.

Real Sociedad 1 - 0 Deportivo
1-0 Willian Jose ('28 )

Celta 0 - 1 Betis
0-1 Darko Brasanac ('54 )

Las Palmas 1 - 1 Alaves
1-0 Kevin-Prince Boateng ('44 )
1-1 Ibai Gomez ('61 )
Rautt spjald:Marko Livaja, Las Palmas ('87)

Real Madrid 2 - 3 Barcelona
1-0 Casemiro ('28 )
1-1 Lionel Andres Messi ('33 )
1-2 Ivan Rakitic ('73 )
2-2 James Rodriguez ('86 )
2-3 Lionel Andres Messi ('90 )
Rautt spjald:Sergio Ramos, Real Madrid ('78)

Athugasemdir
banner
banner