Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 23. apríl 2017 15:38
Kristófer Kristjánsson
Wayne Rooney: Manchester slagurinn mikilvægur
Wayne Rooney á Turf Moor í dag
Wayne Rooney á Turf Moor í dag
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, fyrirliði Man Utd, var að vonum kátur eftir að hafa skorað í 0-2 sigri sinni manna á Burnley á Turf Moor vellinum í dag.

Anthony Martial skoraði fyrsta mark leikins áður en Rooney tvöfaldaði forystuna í sínum fyrsta byrjunarliðsleik síðan 5. mars en hann hefur verið mikið frá vegna meiðsla.

„Það var frábært að komast í úrslit Evrópudeildarinnar en högg að missa Marcos [Rojo] og Zlatan í meiðsli," sagði Rooney við Sky Sports eftir leikinn.

„En við sem komum inn höfum gefið stjóranum eitthvað til að hugsa um, við [Martial] skoruðum báðir og það stefnir í stóran leik á fimmtudaginn. Það er frábært að skora, ég hef verið að eiga við meiðsli en mér líður vel núna.

Með sigrinum er Man Utd nú með 63 stig í fimmta sætinu, aðeins einu stigi frá Man City en liðin mætast á Etihad vellinum næsta fimmtudag og stefnir í svaka einvígi í þessum grannaslag.

„Þetta eru tvö frábær lið og þetta er mikilvægur leikur fyrir City. Það er bardagi um topp fjögur og bæði liðin eru í þeim bardaga, við verðum tilbúnir fyrir þetta."

Athugasemdir
banner
banner
banner