sun 23. apríl 2017 22:47
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Zlatan: Ég ákveð hvenær ég hætti
Að gefast upp er ekki möguleiki fyrir Zlatan
Að gefast upp er ekki möguleiki fyrir Zlatan
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic meiddist illa í seinni leik Manchester United gegn Anderlecht í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Ekki er vitað með vissu hve alvarleg meiðslin eru, en líklega eru það krossbandsmeiðsli. Vitað er hins vegar að Zlatan verður ekki meira með á þessu tímabili.

Zlatan setti mynd á Instagram þar sem hann þakkar fyrir góðu kveðjurnar.

„Fyrst og fremst vil ég þakka ykkur öllum fyrir hjálpina og ástina. Það eru engar fréttir að ég er meiddur og verð frá fótbolta um stund," sagði Zlatan.

Margir vilja meina að ferill Zlatans sé lokið en hann er ekki á því, langt frá því.

„Ég mun fara í gegnum þetta, líkt og allt annað og koma sterkari til baka. Hingað til hef ég spilað á einum fæti, svo þetta verður ekki vandamál. Eitt er vitað með vissu. Ég ákveð hvenær ég hætti og ekkert annað. Að gefast upp er ekki möguleiki. Sjáumst bráðum."


Athugasemdir
banner
banner
banner