Tindastóll
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.
Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12. Tindastóll, 36 stig
Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12. Tindastóll, 36 stig
12. Tindastóll
Lokastaða í fyrra: 6. sæti í 2. deild.
Tindastóli var spáð neðsta í fyrra líkt og nú en kom á óvart og endaði um miðja deild. Stólarnir byrjuðu ekki sérstaklega vel en urðu sterkari eftir því sem leið á. Liðið tapaði ekki í síðustu sjö umferðunum.
Þjálfararnir: Þeir Bjarki Már Árnason og Guðjón Órn Jóhannsson verða þjálfarar Tindastóls í sumar. Þeir taka við liðinu af Stefáni Arnari Ómarssyni sem stýrði liðinu með frábærum árangri seinni hluta mótsins í fyrra. Bjarki Már þekkir hvern krók og kima hjá félaginu eftir að hafa spilað með því nánast samfleytt frá 2005. Hann var aðstoðarþjálfari hjá Stefáni Ómari í fyrra og kemur til með að vera spilandi þjálfari í sumar. Guðjón Örn þjálfaði kvennalið Tindastóls 2014 og 2015 en hann hefur þjálfað lengi á Sauðárkróki og áður þjálfað karlalið félagsins.
Styrkleikar: Liðið er að mestu skipað heimamönnum og kjarninn er þéttur og góður. Tindastólshjartað. Ungir og uppaldir strákar munu líklega vera í stóru hlutverki í sumar og þeir ætla að láta ljós sitt skína. Tindastóll er með stemningslið og liðið getur gert mun betur en spáin segir til um ef það nær að komast á sama skrið og síðari hluta móts í fyrra þar sem hver sigurinn á eftir öðrum kom.
Veikleikar: Þeir eru búnir að missa mjög öfluga pósta, markvörðinn Brentton Muhammad og sóknarmennina Ragnar Þór Gunnarsson og Kenneth Hogg. Það þarf einhver að skora mörkin. Það mætti vera meiri breidd í hópnum og meiri stöðugleika vantar á Sauðárkróki. Gera þarf Sauðárkróksvöll að meira vígi en hann hefur verið, hann skilaði ekki nægilega mörgum stigum í fyrra.
Lykilmenn: Jón Gísli Eyland Gíslason, Konráð Freyr Sigurðsson og Fannar Örn Kolbeinsson.
Bjarki Már Árnason, þjálfari Tindastóls:
„Nei, í rauninni kemur spáin okkur ekki á óvart því að við höfum nú ekki verið að vinna mikið af leikjum á undirbúningstímabilinu. Yngri leikmenn hafa fengið að láta ljós sitt skína og sýna okkur hvort þeir séu klárir fyrir átökin í sumar. Við skulum bíða og sjá hver niðurstaðan verður. Við munum nálgast hvern leik með því markmiði að vinna hann en að öðru leyti munum við halda markmiðum liðsins fyrir okkur."
Er von á frekari liðsstyrk fyrir sumarið?
„Já við eigum eftir að fá nokkra vel valda bita á allra næstu dögum og vonandi verður liðið fullmannað fljótlega."
Komnir:
Arnór Daði Gunnarsson frá HK
Sverrir Hrafn Friðriksson frá Einherja
Pétur Guðbjörn Sigurðarson frá Fylki
Farnir:
Brenton Muhammad
Gregory Conrad
Jack Clancy
Ragnar Þór Gunnarsson í Þrótt Vogum
Fyrstu leikir Tindastóls:
5. maí Grótta - Tindastóll (Vivaldivöllurinn)
12. maí Tindastóll - Afturelding (Sauðárkróksvöllur)
19. maí Þróttur V. - Tindastóll (Vogabæjarvöllur)
Athugasemdir