Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 23. apríl 2018 13:30
Magnús Már Einarsson
Binni Gests: Ekkert komið mér á óvart síðan Rachel og Ross hættu saman
Brynjar Þór Gestsson fylgist með leik hjá ÍR í vetur.
Brynjar Þór Gestsson fylgist með leik hjá ÍR í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR er spáð botnsætinu í Inkasso-deildinni í sumar í spá þjálfara og fyrirliða. Brynjar Þór Getsson, þjálfari ÍR, segir að sú spá komi ekki á óvar.

„Svo sem ekki enda ekkert komið mér á óvart í þessu lífi síðan Rachel og Ross hættu saman, það var ákveðinn skellur," sagði Brynjar léttur.

„ÍR endaði í 10.sæti í fyrra og miklar breytingar hafa átt sér stað í vetur þannig að spáin endurspeglar gengið í fyrra, og svo auðvitað veturinn, hvað menn eru að sækja af leikmannamarkaðnum og úrslitum undirbúningsleikja. Við ætlum okkur auðvitað allt aðra hluti og þessi spá setur enn meira blóð á tennurnar," bætti Brynjar við en hvert er markmiðið hjá ÍR í sumar?

„Að búa til gott lið sem er tilbúið berjast af lífi og sál fyrir hvor annan og fyrir hverjum einasta punkti sem í boði er."

Mjög miklar breytingar hafa orðið á hópnum hjá ÍR frá síðasta tímabili. Margir nýir leikmenn eru í hópnum og margir leikmenn hafa horfið á braut.

„Liðið missti marga sterka pósta eftir síðasta tímabil auk þess sem lykilleikmenn hafa verið meiddir í langan tíma. En við höfum fengið góða leikmenn í staðinn og margir af þeim eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki þannig að menn þurfa að þroskast hratt og tileinka sér nýja hluti fljótt," sagði Brynjar.
Athugasemdir
banner
banner
banner