Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 23. apríl 2018 18:05
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Everton og Newcastle: Bolasie í stöðu Gylfa
Bolasie fær tækifæri í fjarveru Gylfa.
Bolasie fær tækifæri í fjarveru Gylfa.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson er enn meiddur og því ekki í leikmannahópi Everton sem fær Newcastle í heimsókn í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni.

Yannick Bolasie byrjar í stöðu Gylfa úti á vinstri kanti Everton. Wayne Rooney er í holunni fyrir aftan Cenk Tosun, með Theo Walcott á hægri kantinum.

Sóknarlína Newcastle samanstendur af Islam Slimani og Ayoze Perez, en þeir eru með Brassann knáa Kenedy með sér á vinstri kanti og Matt Ritchie hægra megin.

Sóknarmennirnir Oumar Niasse og Dwight Gayle eru á sitthvorum bekknum.

Newcastle er búið að vinna fjóra leiki í röð á meðan Everton er aðeins búið að fá tvö stig úr síðustu þremur umferðum. Eitt stig skilur liðin að í níunda og tíunda sæti deildarinnar.

Everton: Pickford; Coleman, Jagielka, Keane, Baines; Schneiderlin, Gueye; Walcott, Rooney, Bolasie; Tosun.
Varamenn: Robles, Mori, Martina, Davies, Baningime, Calvert-Lewin, Niasse.

Newcastle: Dubravka; Yedlin, Lascelles, Lejeune, Dummett; Ritchie, Diame, Shelvey, Kenedy; Perez; Slimani.
Varamenn: Darlow, Clark, Manquillo, Murphy, Merino, Hayden, Gayle.
Athugasemdir
banner
banner