Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 23. apríl 2018 16:15
Magnús Már Einarsson
Draumaliðsdeild Toyota - Kristjana Arnars velur sitt lið
Liðið hjá Kristjönu.  Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Liðið hjá Kristjönu. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: Draumaliðsdeild Toyota
Boltinn byrjar að rúlla í Pepsi-deild kvenna í næstu viku og búið er að opna fyrir skráningar í Draumaliðsdeild Toyota.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, hefur sett saman sitt lið fyrir sumarið.

Markið: Sonný er alltaf solid og með mikla reynslu. Blikavörnin er líka eins og veggur fyrir framan hana svo ég reikna ekki með því að hún eigi eftir að lenda í miklum vandræðum í rammanum.

Vörnin: Það er ekki annað hægt en að henda HGG í vörnina, Hallbera verður geggjuð í sumar. Sóley var frábær í fyrra og nú er Ásta Eir komin heim úr háskólaboltanum í Bandaríkjunum svo hún verður mikilvæg hjá Blikunum. Svo var Linda Eshun var besti leikmaður Grindavíkur í fyrra. Hún fylgir góðu tímabili eftir í sumar.

Miðjan: Hlín Eiríks, Anna Rakel og Selma Sól. Ungar en geggjaðar. Þær eiga líka eftir að skora nokkur mörk fyrir mig í sumar. Svo er Rut Kristjáns auðvitað bara alltaf sama neglan.

Framlínan: Þar erum við að sjálfsögðu með markahæsta leikmann Pepsi-deildarinnar í fyrra, Söndru Mayor. Megan Dunnigan er komin í Stjörnuna úr FH og ég held að hún eigi eftir að eiga gott sumar.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!
Athugasemdir
banner
banner