mán 23. apríl 2018 10:15
Arnar Daði Arnarsson
Hin Hliðin - Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
Alex Þór Hauksson.
Alex Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Alex var valinn efnilegastur í Pepsi-deildinni hjá Fótbolta.net í fyrra.
Alex var valinn efnilegastur í Pepsi-deildinni hjá Fótbolta.net í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjörnunni er spáð þriðja sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. Samhliða spánni er einn leikmaður í hverju liði sem sýnir á sér hina hliðina. Hjá Stjörnunni er það miðjumaðurinn ungi Alex Þór Hauksson.

Fullt nafn: Alex Þór Hauksson

Gælunafn sem þú þolir ekki: Sterahnetan Ævar hefur verið að reyna að festa á mig lexitan núna í dágóða stund

Aldur: 18 ára

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Fyrsti leikurinn minn var 17. ágúst 2012

Uppáhalds drykkur: Vatn

Uppáhalds matsölustaður:Fer oftast á Serrano eða XO

Hvernig bíl áttu: Gráan Volkswagen Golf

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Peaky Blinders, Suits og How To Get Away With Murder eru í miklu uppáhaldi þessa stundina

Uppáhalds tónlistarmaður: Drake hefur verið í miklu uppáhaldi undanfarin ár

Uppáhalds samskiptamiðill:Instagram

Skemmtilegasti “vinur" þinn á Snapchat:Kristófer Konráðsson eða krissikonnn á snap er mjög skemmtilegur

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber, kökudeig og oreo

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Hvernig fór leikurinn?

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ekkert sem ég útiloka þannig séð

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Nathaniel Chalobah

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ástbjörn Þórðarson í KR, second touch is a tackle

Sætasti sigurinn:Sigurleikir á Breiðablik eru alltaf mjög sætir

Mestu vonbrigðin: Komast ekki lengra í Evrópukeppninni í fyrra

Uppáhalds lið í enska: Chelsea

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Hef alltaf langað til að spila með fyrrum þjáflara mínum Guðjóni Pétri

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ:Fá knattspyrnuhöll í Garðabæ

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins:Sölvi Snær er nafn sem ég mæli með að leggja á minnið

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Eyjólfur Héðinsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Ásdís Karen Halldórsdóttir

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Ryksugan Guðjón Orri

Uppáhalds staður á Íslandi: Finnst mjög gott að komast upp í sveit

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Það var mjög skemmtilegt atvik í leik Stjörnunnar og Hauka í 3. flokki þegar leikmaður Hauka var ekki alveg sáttur við ákvörðun dómarans og sagði við sköllóttann dómara leiksins að drulla sér í klippingu og fékk beint rautt spjald í kjölfarið.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Fer í sturtu

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Finnst skemmtilegt að horfa á handbolta og reyni að fara á flesta leiki hjá Gróttu það sem bróðir minn spilar.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike magista

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Átti í erfiðleikum með Náttúrufræði

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Is it true með Jóhönnu Guðrúnu

Vandræðalegasta augnablik: Einhvern tímann þegar það var ættarmót í sveitinni minni er ég að klifra upp í traktor og fullt af fólki í kring. Hurðin var föst og ég var einhvað að toga í hana þegar hún allt í einu opnast og fer beint í andlitið á mér og ég dett niður og enda með gat á hausnum og brotna tönn.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Klárlega Kári Pétursson sem myndi hafa yfirumsjón með öllu sem gerist ásamt því að vita alltaf hvað skal gera næst. Kristófer Konráðsson því hann er alltaf til í einhverja vitleysu og seinast en ekki síst Sölva Snær til að vera ekki vitlausasti maðurinn á eyjunni.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Á silfur medalíu fyrir Stígvélakast
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner