Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. apríl 2018 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Julio Cesar leggur hanskana á hilluna
Cesar er fyrrum landsliðsmarkvörður Brasilíu.
Cesar er fyrrum landsliðsmarkvörður Brasilíu.
Mynd: Getty Images
Julio Cesar, fyrrum markvörður Inter og brasilíska landsliðsins, er hættur í fótbolta 38 ára að aldri.

Cesar ákvað að enda ferilinn hjá félaginu þar sem feril hans byrjaði, Flamengo í Brasilíu. Hann stóð í marki liðsins og hélt hreinu í 2-0 sigri á América Mineiro í gær.

Cesar gerði garðinn frægann með Inter þar sem hann lék yfir 200 leiki á sjö árum. Hann vann meðal annar Meistaradeildina þegar Jose Mourinho stýrði liðinu.

Auk þess að vera hjá Inter og Flamengo, þá hefur hann verið á mála hjá Chievo, QPR, Toronto FC og Benfica.

Cesar lék 87 landsleiki fyrir Brasilíu og var aðalmarkvörður landsliðið á HM 2014 sem fram fór í Brasilíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner