Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 23. apríl 2018 09:20
Magnús Már Einarsson
Manchester United, Tottenham og Chelsea á eftir Kurzawa
Powerade
Layvin Kurzawa.
Layvin Kurzawa.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin gefa ekker eftir frekar en fyrri daginn. Hér er slúðurskammtur dagsins.



Julian Nagelsmann, þjálfari Hoffenheim, hefur blásið á orðróm þess efnis að hann sé að taka við Arsenal eða Chelesa. (Star)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segir að félagið verði ekki eitt af þeim sem eyða mest í leikmenn í sumar. (Sun)

Tottenham vonast til að stjórinn Mauricio Pochettino hætti ekki þrátt fyrir ummæli sem hann lét falla eftir tapið gegn Manchester United í undanúrslitum enska bikarsins um helgina. (Sun)

Pochettino segist íhuga að tefla fram unglingaliði sínu í enska bikarnum á næsta tímabili. (Mail)

David Moyes, stjóri West Ham, segir að eftirmaður Arsene Wenger hjá Arsenal eigi ekki eftir að lenda í sömu vandræðum og hann þegar hann tók við af Sir Alex Ferguson hjá Manchester United. Moyes segir að United hafi orðið meistari með eldri leikmenn áður en hann tók við en hópurinn hjá Arsenal sé ekki þannig. (Express)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, telur að Shkodran Mustafi (26) eigi eftir að eiga langan og farsælan feril hjá Arsenal þrátt fyrir þá miklu gagnrýni sem hann hefur fengið. (Independent)

Arsenal gæti misst markvörðinn Arthur Konkwo (16) til RB Leipzig eða Celtic en hann hefur ekki gengið frá nýjum samningi. (Mirror)

Tottenham og Chelsea hafa áhuga á Layvin Kurzawa (25) vinstri bakverði PSG. Manchester United er líka með augastað á Kurzawa. (Mirror)

Mohamed Salah leikmaður Liverpool sendi bestu kveðjur á landa sinn Mohamed Elneny eftir að egypski miðjumaðurinn meiddist illa í leik með Arsenal í gær. (Metro)

Ronaldinho segir að Paul Pogba (25) geti verið valinn bestur í heimi ef hann hlustar á Jose Mourinho, stjóra Manchester United. (Goal)

Varnarmaðurinn Luke Garbutt (24) er á förum frá Everton en Sam Allardyce hefur sagt að hann megi finna sér nýtt félag. (Liverpool Echo)

Steven N'Zonzi (29) miðjumaður Sevilla hefur beðist afsökunar á að hafa farið á djammið eftir 5-0 tapið gegn Barcelona í úrslitum spænska bikarsins á laugardaginn. (Football Espana)

Virgil van Dijk (26) varnarmaður Liverpool segir enga ástæðu til að hafa áhyggjur þrátt fyrir að liðið hafi misst niður tveggja marka forskot gegn WBA um helgina. Liverpool mætir Roma í undanúrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner