Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 23. apríl 2018 19:34
Ívan Guðjón Baldursson
Vélmenni leiddi Everton á völlinn
Mynd: Reuters
Mynd: Sky Sports
Everton og Newcastle eru að spila upp á stoltið í enska boltanum í kvöld þar sem bæði lið sigla lygnan sjó um miðja deild.

Leikurinn í dag fer þó í sögubækurnar vegna vélmennis sem var notað til að leiða Everton liðið út á völlinn fyrir leik.

Jack McLinden er mikill stuðningsmaður Everton og átti að leiða liðið út en hann var of veikur til að mæta.

McLinden er 14 ára gamall og notar hjólastól til að fara á milli staða. Hann er með fötlun og glímir við alvarleg veikindi sem binda hann við rúmið þessa stundina.

Þess vegna var ákveðið að nota vélmenni, sem er framleitt í Noregi og heitir AV1, til að hjálpa honum að upplifa langþráðan draum.

Framan á vélmenninu eru hátalarar, myndavél og hljóðnemi svo drengurinn gat fylgst með öllu og haft samskipti gegnum spjaldtölvuna sína.

Phil Jagielka, fyrirliði Everton, bar vélmennið út á völlinn, spjallaði við McLinden og rétti hann á milli leikmanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner