Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   fös 23. maí 2014 20:53
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Heimasíða Chelsea 
Chelsea staðfestir samkomulag við PSG um sölu á Luiz
Enska úrvalsdeildarliðið Chelsea hefur staðfest að félagið sé búið að samþykkja tilboð Frakklandsmeistara PSG í varnramanninn David Luiz.

Brasilíumaðurinn mun núna gangast undir læknisskoðun hjá PSG. Talið er að fjögurra ára samningur liggi á borðinu sem Luiz hefur þegar samþykkt.

Enskir fjölmiðlar segja að tilboðið nemi 40 til 50 milljónum punda sem gerir Luiz að langdýrasta varnarmanni í sögunni.

Luiz er 27 ára gamall og hefur leikið með Chelsea frá árinu 2011. Var hann lykilmaður í liðinu sem varð Evrópu- og bikarmeistari fyrir tveimur árum, auk þess sem hann vann Evrópudeildina á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner