Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 23. maí 2015 15:59
Eyþór Ernir Oddsson
2. deild: Huginn og ÍR með fullt hús eftir sigra
Jón Gísli Ström skoraði fjórða mark ÍR og er með fullt hús stiga
Jón Gísli Ström skoraði fjórða mark ÍR og er með fullt hús stiga
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Huginn sigraði á Hofsósi og er með fullt hús stiga
Huginn sigraði á Hofsósi og er með fullt hús stiga
Mynd: Úr einkasafni
Fjórum leikjum var að ljúka í annarri deild karla rétt í þessu.

Huginn gerði sér góða ferð á Hofsós þar sem þeir lögðu lið Tindastóls frá Sauðárkróki 2-0, en mörkin komu á fyrsta korterinu ásamt því að Benjamin James Griffiths fékk að líta rauða spjaldið eftir 6 mínútna leik. Það áttu tvö rauð spjöld eftir að fara á loft á Hofsósi, en Sigurður Halldórsson, þjálfari Tindastóls fékk rautt spjald á 84. mínútu og Atli Gunnar Guðmundsson hjá Huginn fékk rautt undir lok leiks.

Á Höfn í Hornafirði kláruðu heimamenn í Sindra lið KF, sem kemur frá Siglufirði/Ólafsfirði. Atli Haraldsson og Hilmar Þór Kárason með mörkin fyrir heimamenn en Jordan Chase Tyler með mark norðanmanna.

Ísleifur Guðmundsson, Jovan Kujundzic og Jordan Farahani skoruðu mörk Hattar frá Egilsstöðum í 3-0 heimasigri á KV og ÍR gerði frábæra ferð á Þorlákshöfn og lagði Ægi 4-0. Jón Gísli Ström, Andri Jónasson og Jóhann Arnar Sigurþórsson skoruðu mörk ÍR-inga en Jóhann setti tvö.

Þá eru tveir leikir í deildinni seinna í dag, en það er markalaust í hálfleik í Mosfellsbænum í leik Aftureldingar og Leiknis frá Fáskrúðsfirði. Dalvík/Reynir kemur þá í heimsókn til Njarðvíkur og hefst sá leikur klukkan 16:00.

Tindastóll 0 - 2 Huginn
0-1 Marko Nikolic ('6)
0-2 Fernando Revilla Calleja ('15)
Rautt spjald: Benjamin James Griffiths (Tindastóll '6), Sigurður Halldórsson (Þjálfari Tindastóls '84), Atli Gunnar Guðmundsson (Huginn '90)

Sindri 2 - 1 KF
1-0 Atli Haraldsson ('66)
2-0 Hilmar Þór Kárason ('73)
2-1 Jordan Chase Tyler ('84)

Höttur 3 - 0 KV
1-0 Ísleifur Guðmundsson ('22)
2-0 Jovan Kujundzic ('90)
3-0 Jordan Farahani ('90)

Ægir 0 - 4 ÍR
0-1 Andri Jónasson ('32)
0-2 Jóhann Arnar Sigurþórsson ('37)
0-3 Jóhann Arnar Sigurþórsson ('49)
0-4 Jón Gísli Ström ('73)
Athugasemdir
banner
banner
banner