Leao orðaður við Liverpool - Bayern lækkar verðmiðann á Coman - Nunez vildi fara í janúar
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   lau 23. maí 2015 17:16
Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Ingólfs: Kristján Ómar hefði átt að fá rautt
Ásgeir í fyrstu umferðinni gegn Fjarðabyggð.
Ásgeir í fyrstu umferðinni gegn Fjarðabyggð.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Fyrstu þrjú stigin eru komin í hús, það er gott," sagði Ásgeir Ingólfsson fyrirliði Grindavíkur eftir 2-0 sigur á Gróttu í 1. deildinni í dag en liðið hafði tapað fyrir Fjarðabyggð og Haukum í fyrstu tveimur leikjunum og unnið svo Þrótt Vog í bikarnum.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  0 Grótta

„Mér fannst við eiga þetta fullkomnlega skilið. Mér fannst þeir aldrei ógna okkur og við fá nokkur góð færi. 2-0 sigur er þokkalega sanngjarnt."

Eftir að hafa tapað fyrir Fjarðabyggð heima í fyrstu umferðinni og svo gegn Haukum úti í annarri var mikilvægt fyrir Grindavík að vinna leikinn í dag.

„Við höfðum átt tvo fína leiki en að tapa þeim og vera með 0 stig úr fyrstu tveimur, þá vorum við svolítið komnir með bakið upp við vegg. Við þyrftum að fá þrjú stig og mér fannst frammistaðan hjá liðinu góð í dag og þrjú stigin voru sannarlega góð í dag."

Ásgeir lenti í smá deilum við Kristján Ómar Björnsson fyrrverandi liðsfélaga sinn í Haukum í leiknum í dag sem endaði á að sá síðarnefndi henti boltanum í hann.

„Ég þekki Kristján Ómar vel og ég held að öll stúkan hafi séð þegar hann grýtti sér niður þarna. Ég bauðst til að hjálpa honum upp og hann kastaði boltanum. Hann hefði átt að fá gult spjald fyrir það, svo braut hann seinna í leiknum og fékk gult. Hann hefði með réttu átt að fá rautt spjald í þessum leik."
Athugasemdir
banner
banner
banner