Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 23. maí 2015 08:00
Stefán Haukur
Mourinho: Ég gæti þjálfað annað lið á Englandi þegar ég hætti með Chelsea
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho segir að hann muni vera hjá Chelsea eins lengi og Roman Abramovic vill halda honum en hann gæti farið til annars liðs í ensku deildinni eftir það.

Chelsea hefur nú þegar unnið enska meistaratitilinn og mun Mourinho því lyfta bikarnum í næsta leik.

Mourinho segir að hann vilji vera áfram á Englandi jafnvel þótt Chelsea tæki þá ákvörðun að láta hann fara.

„Daginn sem Abramovic finnst ég ekki vera nógu góður fyrir Chelsea vil ég strax finna mér nýtt starf, helst á Englandi." sagði Mourinho.

„Ég vil þjálfa annað lið en samt sem áður elska ég Chelsea og ég verð hér eins lengi og ég get"

Mourinho var sterklega orðaður við Manchester United árið 2013 þegar David Moyes var ráðinn.
Athugasemdir
banner
banner