Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 23. maí 2015 07:40
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Pepsi-yfirferð og enskt hringborð á X-inu í dag
Þátturinn er milli 12 og 14 alla laugardaga.
Þátturinn er milli 12 og 14 alla laugardaga.
Mynd: Fótbolti.net
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net verður tvískiptur í dag laugardag. Fyrri helmingurinn fer í Pepsi-deildina en sá síðari í enska hringborðið, það síðasta þetta tímabilið!

Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson eru að vanda umsjónarmenn þáttarins sem er alla laugardaga milli 12 og 14 á X-inu FM 97,7.

Þeir munu skoða það helsta sem er í gangi í Pepsi-deildinni og sérfræðingurinn Guðmundur Steinarsson verður ekki langt undan. Deildin fer frábærlega af stað og margt að ræða.

Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar verður á sunnudag og í tilefni þess verður enska hringborðið í síðasta sinn. Elvar og Tómas fá til sín Kristján Atla Ragnarsson af kop.is Magnús Má Einarsson, ritstjóra Fótbolta.net. Farið verður yfir það besta og versta á tímabilinu!

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner