lau 23. maí 2015 07:00
Stefán Haukur
Renard hættur með Fílabeinsströndina
Mynd: Getty Images
Herve Renard hefur ákveðið að láta af störfum sem þjálfari Fílabeinsstrandarinnar og er búist við að hann taki við Lille á Frakklandi á komandi dögum.

Renard vann Afríkumótið í Febrúar með Fílabeinsströndinni þegar þeir sigruðu Ghana í vítaspyrnukeppni en hann hafði unnið áður með Zambiu árið 2012.

Renard var ráðinn í júlí á síðasta ári en hann er fyrsti stjórinn til að vinna Afríkumótið með tveimur þjóðum

„Ég vona að næsta lið sem ég tek við hleypi mér upp á næsta þrep. og ég vona að einn daginn fái ég að taka þátt í Meistaradeildinni." sagði Renard i viðtali við Sky Sports.
Athugasemdir
banner
banner
banner