Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 23. maí 2015 11:00
Eyþór Ernir Oddsson
Heimild: BBC Sport 
Sterling til Manchester City?
Powerade
Sterling á förum til Man City?
Sterling á förum til Man City?
Mynd: Getty Images
Lacazette til Arsenal?
Lacazette til Arsenal?
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það er nóg að frétta í slúðrinu frá Englandi í dag!



Manchester City leiðir kapphlaupið um hinn unga Raheem Sterling hjá Liverpool og munu bjóða 45 milljónir punda í hann þegar félagaskiptaglugginn opnar (Daily Mail)

Brendan Rodgers biður stuðningsmenn Liverpool um að halda ró sinni þrátt fyrir óvissuna um framtíð Raheem Sterling (Times)

Gary Neville, fyrrum fyrirliði Manchester United sakar Liverpool um að vera fast í fortíðinni og segir að það sé engin furða að Sterling vilji fara burt frá Anfield (Daily Telegraph)

Brendan Rodgers hefur gefið út að hann sé 150% viss um að hann verði áfram stjóri Liverpool á næstu leiktíð (Daily Mirror)

Arsenal sendi njósnara um síðustu helgi í að fylgjast með framherjanum Alexandre Lacazette og miðjumanninum Nabil Fekir, sem eru metnir á 60 milljónir punda samanlagt (Daily Star).

Robin van Persie, framherji Manchester United hefur átt samræður við umboðsmann sinn um framtíð sína á Old Trafford en hann á eitt ár eftir af samning (Sun).

Mats Hummels, varnarmaður Dortmund hefur hafnað mögulegri brottför til Manchester United þar sem það hefur tekið of langan tíma fyrir Manchester liðið að sýna félagaskiptunum áhuga (Daily Mirror)

Tony Pulis stjóri WBA, hefur sagt Saido Berahino að bera hag ferils síns fyrir brjósti framyfir peningana og hvetur hann til að skrifa undir nýjan samning við WBA (Birmingham mail)

Aaron Ramsey, miðjumaður Arsenal vill spila meira á miðjunni fyrir Arsenal á næsta tímabili en hann hefur spilað talsvert á kantinum á tímabilinu (Daily Express).

Southampton vill 25 milljónir punda fyrir Morgan Schneiderlin, sem er eftirsóttur meðal annars af erkifjendunum í Tottenham og Arsenal, en Southampton eru einnig í viðræðum við Atletico Madrid um að fá Toby Alderweireld endanlega til félagsins, en hann var í láni hjá félaginu á leiktíðinni (Daily Telegraph)

Tottenham mun ákveða framtíð Emmanuel Adebayor hjá félaginu í næstu viku (Sun)

Stoke eru komnir í kapphlaupið um Yevhen Konoplyanka, 25 ára kantmann Dnipro í Rússlandi, en hann er í boði á frjálsri söl (Talksport).

Louis van Gaal, stjóri Manchester United trúir því að Luke Shaw verði að hvílast í sumar til að geta aðlagast betur félagaskiptum sínum, en hann kom frá Southampton í fyrra (Times).

Ronald Koeman, stjóri Southampton segir að það sé mikilvægt fyrir liðið að komast í Evrópudeildina (Independent)

Roy Hodgson stjóri enska landsliðsins segir að Steven Gerrard og Frank Lampard gætu orðið framtíðar þjálfarar hjá landsliðinu. Þeir yfirgefa báðir ensku úrvalsdeildina eftir tímabilið til að spila í MLS í Bandaríkjunum
Athugasemdir
banner