Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 23. maí 2015 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Tólfan með mikið húllumhæ í kringum Tékkaleikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ný styttist í stóra daginn þegar Íslendingar ætla að taka þrjú stig gegn Tékkum og þar með forystuna í riðlinum. Tólfan mætir grimmari sem aldrei fyrr og Íslendingar ætla að skapa rosalegustu stemningu sem heyrst hefur á Laugardalsvelli fyrr og síðar.

Tólfan hefur sent frá sér skipulag dagsins 12. júní næstkomandi þegar Tékkarnir koma í heimsókn og ljóst að það verður mikið húllumhæ.

Dagskrá:

13:30 - 16:00: Allir sem eiga Tólfutreyju geta dottið á BK kjúkling og fengið sér staðfasta góða næringu í boðið hússins og hlaðið vel í orkumusterið fyrir þennan langa dag.

15:00: Dagskráin hefst á Ölver með pöbb kvissi og verður haldið leynd yfir því hver verður spyrill. Eina sem við gefum upp er að það er fyrrum landsliðsmaður.

16:45: Töflufundur með Heimi Hallgrímssyni sem tekur um 20 mínútur eða svo. Þar fer Heimir yfir liðið og andstæðinginn og svarar nokkrum vel völdum spurningum. Allir fjölmiðlamenn eru útilokaðir á þessum hluta dagskrárinnar og öll rafeindatæki bönnuð. Menn mæta ekki með tölvur og geyma símana í vasanum á meðan þetta er í gangi! Einnig verður það þannig að ef einhver yfirgefur salinn áður en Heimir hefur lokið sér af þá fær viðkomandi ekki að koma inn aftur!

17:45: Haldið verður í skrúðgöngu út á völl eins og vaninn er. Á undan okkur munu aka tvö stór Harley Davidson hjól frá Sniglunum. Blys eru leyfileg í göngunni og eftir leik en eru stranglega bönnuð í stúkunni!

Eftir leik á Ölver verður skipulögð dagskrá í fyrsta skiptið þar sem verður slegið í ball í stóra salnum þar. Allir í Tólfutreyjum fá frítt inn en aðrir greiða 1.000 kr við hurðina.

22:00 - 23:00: Dj. Drummsen & Dj. Helvítis Kallinn.

23:00 - 02:00: Úlfarnir leika fyrir dansi íslensk dægurlög ásamt klassískum eldri perlum.

02:00 - 03:00: Dj. Drummsen & Dj. Helvítis Kallinn taka aftur við og loka magnaðri dagskrá.

Að auki verður andlitsmálning á Ölver fyrir leik. TILBOÐ á barnum fyrir og eftir leik.

Til þess að öll afgreiðsla gangi sem hraðast fyrir sig þá bendum við fólki á að mæta með REIÐUFÉ því það þarf að afgreiða marga á sem skemmstum tíma á Ölver. Það er hraðbanki í Glæsibæ sem verður stúfullur af seðlum þennan dag.
Athugasemdir
banner
banner