Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. maí 2016 21:29
Ívan Guðjón Baldursson
Chris Coleman framlengir við Wales (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Chris Coleman er búinn að framlengja samning sinn við velska landsliðið um tvö ár.

Coleman hefur stýrt landsliðinu síðan 2012 en þar áður hafði hann verið stjóri Fulham, Real Sociedad, Coventry og Larissa.

Hinn 45 ára gamli Coleman er búinn að koma Wales á sitt fyrsta stórmót síðan HM 1958. Landsliðið virkaði afar öflugt í undankeppninni og náði 2. sæti í afar erfiðum riðli.

Wales er með Rússum, Slóvökum og nágrönnum sínum frá Englandi í B-riðli Evrópumótsins.
Athugasemdir
banner
banner