Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. maí 2016 14:42
Andri Janusson
Draumaliðsdeild Azazo - Margrét Lára mikið seld
Margrét Lára kostar tólf mlljónir í leiknum.
Margrét Lára kostar tólf mlljónir í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra María skoraði þrennu í síðustu umferð.
Sandra María skoraði þrennu í síðustu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Björg hefur skorað í báðum umferðunum hingað til.
Berglind Björg hefur skorað í báðum umferðunum hingað til.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Hér að neðan má sjá skemmtilegar tölfræði upplýsingar úr Draumaliðsdeild AZAZO. Næsta umferð í deildinni hefst á þriðjudag en markaðurinn lokar þá klukkan 17:00.

Smelltu hér til að fara í leikinn

Mótið virðist byrja svipað og spáð var, fyrir utan að FH hefur byrjað betur en spár gerðu ráð fyrir og Valur hefur enn ekki unnið leik.

Meiðsli og bönn




  • - Selma Sól Magnúsdóttir (6), leikmaður Breiðabliks ökklabrotnaði í seinasta leik og verður lengi frá. 10% af liðum draumdeildarinnar er með hana í liðinu og ættu að losa sig við hana áður en hún lækkar í verði.

  • - Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (7,5), leikmaður Stjörnunnar meiddist í seinasta leik, en ætti að verða klára fyrir næsta leik.



Leikir umferðarinnar

Skoðum aðeins leiki umferðarinnar og áhrif þeirra á draumaliðsdeildina þessa vikuna.

ÍBV - Valur

Bæði þessi lið hafa fengið mark á sig í fyrstu 2 leikjum sumarsins, svo það gæti verið erfitt að treysta á stig frá varnarmönnum og markmönnum í þessum leik.
Tvíeykið Rebekah Bass (6,5) og Cloe Lacasse (9,5) gætu haldið áfram að hala inn stigum á meðan Shaneka Gordon er meidd.
Stjórar í Draumaliðsdeildinni hafa ekki mikla þolinmæði og eru strax farnir að losa sig við Valskonur, en af efstu 10 seldum leikmönnum, eru 5 Valskonur. Þar trónir Margrét Lára (12) á topnum. Það er dýrt að hafa 12 milljóna króna leikmann sem skorar ekki í hverjum leik!

Breiðablik - Þór/KA

Þetta verður áhugaverð viðureign, bæði lið skoruðu 4 mörk á heimavelli, en ekkert á útivelli.
Margir stjórar hoppuðu á Breiðabliksvagninn eftir að hafa séð fyrsta leikinn. Það gildir það sama með Fanndísi og Margréti Láru, ef hún skorar ekki í næsta leik er líklegt að hún verði seld af ansi mörgum stjórum. Fjolla Shala (5) kom inn fyrir Selmu Sól í seinasta leik, hún gæti verið góð kaup.
Það kemur líklega ekki á óvart að flestir stjórar eru að kaupa Önnu Rakel Pétursdóttur (5,5) og Söndru Maríu Jessen (11) hjá Þór/KA eftir seinasta leik. Það verður áhugavert að sjá hvort þær haldi sama striki gegn töluvert öflugri vörn, og það á útivelli.

KR - FH

KR hóf mótið með því að spila á móti 2 af sterkustu liðinum, en náði þó jafntefli á móti Val í seinasta leik. Í leikjum FH hefur aðeins 1 mark verið skorað hingað til. Báðir markmenn liðanna fengu 3 bónusstig í seinasta leik og kosta aðeins 4,5 milljónir. Það er hægt að fá varnarmenn á góðu verði hjá þessum liðum. Gæti verið góður kostur að losa sig við dýran varnarmenn og fá sér Maggý Lárentsínusdóttir (4) eða Ingibjörgu Rún Óladóttur (4) til að eiga inni pening fyrir næstu umferðir.

Stjarnan - Fylkir

Það má búast við markaregni í þessum leik, en að meðaltali hafa verið skoruð 4 mörk í leik hjá þessum liðum.
Sóknarmenn Stjörnunnar eru dýrir, en skila stigum. Þær gætu allt eins allar skorað. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir (5) er áhugaverður kostur að bæta í liðið, með mark í fyrsta leik og stoðsendingu í seinasta.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (11) hefur skorað mark í báðum leikjum hingað til og það verður spennandi að sjá hvort hún geti haldið uppteknum hætti á móti sterkri vörn Stjörnunnar.

ÍA - Selfoss

ÍA hefur byrjað eins og búist var við, með 2 töpum. Stjórar Draumaliðsdeildarinnar vita þetta vel, enda enginn leikmaður með yfir 7% eign. Þær hafa ekki skorað mark í fyrstu leikjunum. Lo Hughes (6) hjá Selfoss gæti verið áhugaverður kostur fyrir þessa umferð.

Tölfræði vikunnar

Áhugaverð tölfræði til að skoða eftir fyrstu vikuna er hversu mörg stig leikmenn eru að fá miðað við hvað þeir kosta. 10 hagkvæmustu kaupin eru hér í töflu fyrir neðan.


Leikmaður Lið Staða Stig Verð Stig/verð
Anna Rakel Pétursdóttir Þór/KA Miðja 13 5.5 2.36
Jeannette Williams FH Mark 9 4.5 2.0
Sandra María Jessen Þór/KA Sókn 17 11.0 1.55
Ingibjörg Rún Óladóttir FH Vörn 6 4.0 1.5
Maggý Lárentsínusdóttir FH Vörn 6 4.0 1.5
Natasha Anasi ÍBV Vörn 10 7.0 1.43
Ásdís Karen Halldórsdóttir KR Miðja 7 5.0 1.4
Rebekah Bass ÍBV Sókn 9 6.5 1.38
Erna Guðrún Magnúsdóttir FH Vörn 6 4.5 1.33
Hrafnhildur Agnarsdóttir KR Mark 5 4.5 1.11

Athugasemdir
banner
banner
banner