Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 23. maí 2016 11:14
Magnús Már Einarsson
Ólafur Íshólm og Aron Snær æfa með landsliðinu
Icelandair
Ólafur og Aron á æfingunni í dag.
Ólafur og Aron á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Íshólm Ólafsson úr Fylki og Aron Snær Friðriksson úr Breiðabliki voru í markinu á æfingu íslenska landsliðsins í dag.

Einungis hluti íslenska landsliðshópsins er kominn saman til undirbúnings fyrir EM þar sem leikmenn í dönsku, norsku og sænsku deildinni eiga leiki með sínum félagsliðum um næstu helgi.

Hannes Þór Halldórsson (Bodö/Glimt), Ingvar Jónsson (Sandefjord) og Ögmundur Kristinsson (Hammarby) eiga allir leiki framundan um næstu helgi.

Því fengu hinir ungu Ólafur Ísólm og Aron Snær tækifæri til að vera í markinu á landsliðsæfingunni í dag.

Ólafur er fæddur árið 1995 en hann varði mark Fylkis gegn ÍA um helgina. Aron Snær er fæddur árið 1997 en hann var á bekknum þegar Breiðablik lagði KR í gær.
Athugasemdir
banner
banner