Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 23. maí 2016 08:45
Magnús Már Einarsson
Ólafur Kristjáns tekur við Randers (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Ólafur Kristjánsson hefur verið ráðinn þjálfari hjá danska úrvalsdeildarliðinu Randers.

Í lok síðasta árs var Ólafur látinn fara frá danska félaginu FC Nordsjælland þegar nýir eigendur keyptu félagið.

Hann mun nú snúa aftur í dönsku úrvalsdeildina en samningur hans við Randers gildir til sumarsins 2018.

Ólafur tekur við Randers af hinum enska Colin Todd eftir að tímabilinu í Danmörku lýkur um næstu helgi.

„Það gleður mig að þjálfa danskt félag á nýjan leik. Það gerir gleðina ekki minni að það sé hjá Randers FC," sagði Ólafur.

„Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir vinnunni sem hefur verið í gangi hjá félaginu undanfarin ár og ég hlakka til að byggja ofan á það sem er nú þegar búið að byggja upp."

Randers siglir lygnan sjó í sjötta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í augnablikinu.
Athugasemdir
banner
banner